KVIKMYNDIR

posts displayed by category

KVIKMYNDIR TÆKNI

filma.is

Heyrði lítið annað í útvarpinu í dag heldur en auglýsingar fyrir filma.is. Filma.is er vefsíða þar sem þú getur leigt bíómyndir og þætti og horft í tölvunni þinni. Sumar myndir/þætti leigirðu og getur þá horft á 24 tímum. Annað efni geturðu átt og þar af leiðandi horft á aftur og aftur á filma.is. Ég er búinn að skoða þetta svona í fljótu bragði og þetta eru kostir og gallar sem ég finn.

Kostir:

 • Vefurinn lítur vel út sem þýðir að maður treystir honum og gæti sérð fyrir sér að leigja efni þarna.
 • Ágætis úrval af myndum.
 • Nokkrar frímyndir þannig að hægt er að sjá hvernig þetta virkar.
 • Flott að geta kveikt og slökkt á texta við myndirnar.
 • Hægt að velja um að spila frá byrjun eða halda áfram frá þeim stað sem maður hætti síðast.
 • Frekar góð gæði á myndunum sem og hljóð.
 • Það er í vinnslu að gera tengingu við Boxee, XBMC, Plex og fleira.
 • Það er hægt að sjá sýnishorn úr myndunum.

Gallar:

 • Textinn við myndirnar er frekar smár.
 • Vantar að það sé eitthvað preload í gangi þar sem að myndin sem ég prufaði að horfa á höktir örlítið. Stór galli þar á ferðinni. Mögulega tengist það því að margir eru að horfa á frímyndina. Veit ekki alveg hvernig kerfið virkar hjá þeim.
 • Það mætti alveg bjóða upp á afslátt ef þú kaupir t.d. allar seríurnar af KLOVN. Ef þú gerir það þá kostar það þig um 14.000kr sem er frekar mikið.
 • Ég væri til í að sjá verð á þætti 150kr en ekki 300kr. Jafnvel lægra fyrir eldri þætti.
 • Svo væri gaman að sjá þætti sem eru í gangi í sjónvarpinu núna. Ég væri kannski til í að borga 300kr fyrir þátt sem var sýndur í gær í sjónvarpinu.

Mæli með að þið skellið ykkur inn á filma.is og kannið málið. Endilega kommentið hérna fyrir neðan hvað ykkur finnst um kostina og gallana. Og einnig hvað ykkur finnst um filma.is. Ég er ekki frá því að þetta sé flott framtak hjá þeim og virkilega gott skref í rétta átt.

Posted on 19. September 2010 by Árni Torfason Read More
KVIKMYNDIR

AVATAR í 3dí

Jæja ákvað loksins að skella mér á Avatar í 3D. Aldrei séð fullorðið fólk troða sér jafn mikið inn í bíó síðan ég sá Lion King. Þar sem ég nota gleraugu gerði ég ráð fyrir að ég þyrfti að fara með linsur sem ég og gerði. Ég er svo óreyndur að hafa linsur að í síðasta bardagaatriðinu nuddaði ég aðra linsuna úr auganu á mér þannig að þrívíddin var ekkert alveg nógu hress þarna síðustu metrana. Svo prufaði ég nokkru seinna 3D gleraugu ofan á venjuleg gleraugu og það virtist alveg ganga. Þannig að ég prufa það kannski næst.

avatar-movie-poster

Ég var búinn að heyra að þetta væri geðveikt og rosalegt og fólk væri að drepa sig því að þetta væri svo flott. Var líka búinn að heyra að myndin væri ekkert frábær þannig að ég bjóst ekki við neinu frábæru svo sem hvað söguna varðar. Sagan fannst mér bara ágæt. Ágætis vona B-skemmtun sem er ekkert að. En þrívíddin fannst mér alls ekki hress. Stundum var þetta rosalega flott og fínt en yfirleitt var ekkert í fókus, sérstaklega þegar það hreyfðist eitthvað á skjánum. Og það er doldið að gerast í kvikmyndum. Svo fannst mér líka t.d. þegar eitthvað gerðist í litlu rými að fólkið sem var fyrir aftan það sem var í fókus allt of nálægt. Eins og það væri verið að nota 400mm linsu á stað sem það er augljóslega ekki hægt. Skelfilegast fannst mér samt að vera með texta á myndinni. Hann var alltaf í fókus en það meikar ekki sens að vera með eitthvað tvennt í fókus. Sem sagt bæði einhverja persónu í bakgrunni og svo textann í forgrunni.

Herra Kamerún hefði nú alveg mátt eyða eins og 3 árum til viðbótar og gera þetta almennilega.

Posted on 5. February 2010 by Árni Torfason Read More
KVIKMYNDIR YOUTUBE

The Blob (1988)

Það er nokkuð augljóst að næsta mál á dagskrá er að leigja myndina The Blob frá 1988. Var að horfa á video á youtube um Alien Invaders myndir og þar er minnst á endurgerðina frá 1988 af myndinni The Blob. Í góða eina sekúndu eða svo sé ég bregða fyrir engum öðrum en Johnny Drama úr Entourage. Við erum augljóslega að tala um einn af betri persónum í sjónvarpsþáttum frá upphafi. Í mínum augum er enginn Kevin Dillon til heldur bara Johnny Drama. Þannig að planið mitt er að verða mér út um The Blob með Johnny Drama í aðalhlutverki sem fyrst!

Johnny Drama

Posted on 21. August 2009 by Árni Torfason Read More
KVIKMYNDIR

B-mynda maraþon!

Er búinn að taka þriggja mynda b-mynda maraþon. Byrjaði í gær á því að skella mér í Bangkok Dangerous með Nicholas Cage í aðalhlutverki. Fjallar um launmorðingja sem er að mixa síðasta verkefni sitt í Bangkok og er að þjálfa einhvern gaur og alveg svakalega hresst. Man ekki einu sinni hvort ég horfði á hana eða sofnaði yfir henni á endanum. Skiptir eiginlega engu máli því hún var það slæm að mér er algjörlega sama hvort heldur sem er.

Tók svo í dag tvær myndir. Er að horfa á þá seinni núna. Fyrri myndin var Death Race með Jason Statham í aðalhlutverki. Töluvert betri en Bangkok vitleysan en samt algjör b-mynd. En munurinn á henni og Bangkok að ég hafði alveg lúmskt gaman af henni. Fangelsi og kappakstur og lemja og sprengja. Ágætis skemmtun. Ég allavega sofnaði ekki yfir henni. Seinni myndin sem ég er að byrja á núna skartar engum öðrum en Vin Diesel í aðalhlutverki og heitir Babylon A.D. Plottið er svo slæmt að ég er við það að hætta við að horfa á hana. Greinilegt að það er erfiðara en að segja það að taka svona þrjár á tveimur dögum.

Spurning dagsins er þessi: Munið þið eftir einhverjum annað hvort virkilega slæmum b-myndum eða þá sem hafa komið á óvart og hreinlega verið góðar. B-mynd þarf ekki endilega að vera léleg mynd. Það er mikill misskilningur.

Posted on 6. January 2009 by Árni Torfason Read More