2013 - Íþróttamynd ársins
LJÓSMYNDUN

Sýning blaðaljósmyndara í 10 ár

Ég tók fyrst þátt í sýningu blaðaljósmyndara árið 2003. Kom mér hressilega á óvart að það ár fékk ég verðlaun fyrir Þjóðlegustu myndina. Sú mynd var tekin á 17.júní og það var grenjandi rigning. Fjölskylda sat í hóp með regnhlífar og bleikan kandíflos. Vissi held ég ekki af því að það væru veitt verðlaun fyrir þjóðlegustu myndina en myndin var svo sannarlega þjóðleg. Árið eftir fékk Þorvaldur Örn Kristmundsson mig til að aðstoða hann við sýninguna þar sem hann var formaður og ég tók að mér hlutverk sýningarstjóra. 2004 og 2005 var ég sýningarstjóri og tók svo við embætti formanns blaðaljósmyndarafélagsins 2006 og var til 2008. Fyrir Myndir Ársins 2004 þá var ákveðið að gefa út bók með myndunum sem voru á sýningunni í fyrsta skipti. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að það var hugmynd Þorvaldar að byrja með bókina. Bókin flakkaði aðeins á milli mismunandi útgáfuaðila næstu árin en svo var það 2009 þegar ég stakk upp á því við Tómas hjá Sögum hvort það væri ekki tilvalið að taka það að sér að gefa út bókina. Frá 2009 hef ég séð um umbrot á bókinni og eru þær orðnar núna 5 talsins. Hægt að versla þær ef þið hafið áhuga hjá Sögum útgáfu. Hver veit nema að ég sannfæri Sögur um að búa til einhvern pakka með 5 bókum á einhverju stórkostlegu verði fyrir næstu jól.

Hérna er listi yfir þær myndir sem ég hef fengið verðlaun fyrir á þessum 10 árum sem ég hef tekið þátt í sýningunni.

2003 - Þjóðlegasta myndin2003 – Þjóðlegasta myndin.

2005 - Íþróttamynd ársins

2005 – Íþróttamynd ársins

2006 - Landslagsmynd ársins

2006 – Landslagsmynd ársins

2006 - Mynd ársins

2006 – Mynd ársins2013 - Íþróttamynd ársins

2013 – Íþróttamynd ársins

 

 

Posted on 17. February 2014 by Árni Torfason CONTINUE READING 15
A39A8187
ALMENNT LJÓSMYNDUN

Stokkhólmur og Zlatan

Fyrsta maí síðastliðinn fluttist ég frá Íslandinu góða yfir í Svíþjóðið góða. Við vorum hjá frændfólki í Staffanstorp sem er í suðurhluta Svíþjóðar í tæpan mánuð og færðum okkur svo yfir á áfangastað. Nú verður heimili mitt í Stokkhólmi allavega næstu 5-10 árin geri ég ráð fyrir. Auður, konan mín, er að vinna á Karolinska sjúkrahúsinu í Solna. Ég verð að vinna hjá bókaútgáfu sem er staðsett bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Spennandi tímar þar framundan. Planið er svo að reyna að vera duglegur að taka myndir. Þannig að ef ykkur vantar ljósmyndara í Stokkhólmi þá megið þið endilega hafa samband. Best er að ná í mig með því að senda e-mail á mig á arnitorfa@gmail.com. Eða þá í gegnum facebook.

Við erum búin að gera þetta helsta sem þarf að gera til að koma sér af stað í nýju landi. Kennitala, id-kort, bankareikningur og svoleiðis hressleiki. Við erum í húsi núna sem við leigjum til 25.júlí og förum svo í íbúð í Kungsholmen þar sem við leigjum af tveimur læknum sem eru að fara í skiptinám til Boston. Leikskólinn sem Elísa dóttir okkar fékk pláss á er í 3-5mín göngufæri frá þeirri íbúð. Auður verður c.a. 15-20mín að hjóla á spítalann. Stutt í fullt af ströndum og veitingastöðum. Þetta verður í fyrsta skiptið í ansi mörg ár sem við verðum bíllaus. Er nokkuð spenntur að prufa að vera bíllaus. Samgöngurnar hérna eru í góðu lagi og alltaf verið að bæta þær.

Um daginn skellti ég mér í Friends Arena og myndaði Svíþjóð gegn Færeyjum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ég hef alltaf verið hrikalega hrifinn af Zlatan Ibrahimovic þannig að það skemmdi ekki fyrir að hann spilaði allan leikinn. Skoraði tvö mörk og var með alls konar gott vesen sem ég kann að meta. Munurinn á honum og t.d. Suarez og Mascherano er að Zlatan er endalaust að gera litla lúmska hluti. T.d. kastaði hann boltanum í andlit markmanns Færeyja en gerði það svo fáránlega lúmskt að hann fékk ekki einu sinni spjald fyrir. Svo var hann duglegur að láta varnarmenn Færeyja vita að hann væri búinn að skora tvö mörk en þeir ekkert. Á meðan Suarez bítur og Mascherano sparkar í bílstjóra. Þannig er mjög auðvelt að elska Zlatan en hata S og M eins og ég vil kalla þá.

Munurinn að taka myndir á Friends Arena og t.d. Laugardalsvellinum er svakalegur. Ég vil ekki gera lítið úr Laugardalsvellinum eða fólkinu sem sér um hann. Virkilega vel að öllu staði í þeim málum. En völlurinn í Stokkhómi er yfirbyggður sem þýðir að það er ekkert rok og engin rigning. Flóðljósin eru virkilega flóðljós þannig að lýsingin er alltaf eins. Mæli með að Ísland splæsi í svona þjóðarleikvang.

Ef þið hafið áhuga á að skoða myndir sem ég tók á leiknum getið þið séð þær hér: http://www.demotix.com/news/2144181/sweden-defeats-faroe-islands-2-0-2014-world-cup-qualifier

Stefni svo á að skella mér að mynda leik með AIK og svo er úrslitaleikur á evrópumóti kvenna í knattspyrnu í lok júlí.

Posted on 13. June 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 3
SPRELL

Aprílgabbið

Eftir aðeins 4 tíma svefn í nótt ákvað ég að skella í eins og eitt aprílgabb sem ég vil meina að hafi tekist ansi vel. Ég er í “hóp” á facebook sem nefnist “Ég er íbúi í Grafarholti” þar sem fólk ræðir ýmislegt sem er að gerast í hverfinu sem ég bý í. Um klukkan 9 í morgun skellti ég í status þar sem ég tilkynnti að við hérna á Kristnibraut 99-101 værum að losa okkur við hjól úr hjólageymslunni sem enginn kannaðist við.

Statusinn frá því í morgun.

Statusinn frá því í morgun.

Það leið ekki á löngu þangað til að fyrsti hafði bitið á agnið. Fór að spyrja út í hvernig hjól þetta væru og svo framvegis. Ég passaði mig að hafa þetta ekki of góð hjól. Talaði þau frekar niður heldur en hitt til að gera þetta trúanlegt.

Fólk beit á agnið.

Fólk beit á agnið.

Ég hafði svo komið fyrir miðum á hurðunum niðri í anddyri bæði 99 og 101 megin þar sem stóð að um aprílgabb væri að ræða og þakkaði komuna. Ég hef ekki nákvæma tölu á því hvort einhverjir mættu á svæðið. Ein nágrannakonan mín beit hins vegar á agnið og bankaði upp á og spurði hvort að bláa hjólið væri farið. Svo tilkynnti ég að þetta hefði verið aprílgabb seinna um daginn og sem betur fer þá hafa Grafhyltingar húmor og tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Posted on 1. April 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 2
SnapChat
APP SNJALLSÍMAR

Snapchat er ekki bara fyrir klámmyndir

Ég er búinn að heyra fólk tala um Snapchat í ansi langan tíma. Vissi svona nokkurn vegin hvernig þetta virkaði en fór aldrei neitt lengra en það að vita bara af þessu. Skellti mér svo að ná mér í þetta um daginn. Eini sem ég vissi að var með aðgang var félagi minn og strætó158notandinn Sigurjón Guðjónsson. Það sem ég hafði heyrt af Snapchat var að fólk var að senda myndir af kynfærum, búið að teikna kynfæri á sig, kúknum sínum, eða búið að teikna kúk á sig. Ég vildi meina að það mætti nota Snapchat í öðrum tilgangi sem ég held reyndar að margir geri. Ekki það ef fólk vill senda kynfæramyndir á milli sín þá er mér nokkuð sama. Ég hafði allavega lítinn áhuga á því.

Eftir að hafa notað þetta í nokkrar vikur núna þá er ég virkilega hrifinn. Þetta virkar sem sagt þannig fyrir þá sem ekki vita hvernig þetta virkar að þú sendir á milli myndir eða video. Hægt er að bæta við texta á myndirnar og jafnvel teikna á þær með alls konar litum. Þú síðan velur hvað móttakandinn má horfa á skilaboðin í langan tíma. Eftir það hverfa skilaboðin og eru tröllum gefin. Reyndar virðist fólk vera með einhverja leið til að taka screenshot af því sem þeim er sent. Og áður en maður sendir skilaboðin þá getur maður vistað sín skilaboð. Hvort sem um er að ræða ljósmynd eða myndband.

Móttakandinn fær svo skilaboð í símann um að nýtt Snapchat sé mætt á svæðið. Þú síðan smellir á skilaboðin og heldur “puttanum inni” á skjánum og færð þá það margar sekúndur sem sendandinn vildi að þú fengir til að skoða myndina eða video-ið.

Ef fólk hefur áhuga á að senda mér Snapchat þá er notandanafnið mitt: arnitorfason. Hver veit nema að þið fáið tímalaus snilld til baka frá mér.

Ég tók að gamni nokkur screenshot af snapchöttum sem ég sendi Sigurjóni til að geta birt með þessari grein. Vonandi fyrirgefur Sigurjón mér það að ég sé að sýna fleirum þá einstöku snilld sem snapchöttin frá mér eru.

Dóttir mín var að leika sér og stillti þessu ljóni og bamba svona skemmtilega upp. Ég bæti við "Sniff". Svona eins og að ljónið væri búið að læðast og væri að finna lyktina af bráðinni áður en hann fær sér að borða. Fannst þetta fyndið og vonandi SG líka.

Dóttir mín var að leika sér og stillti þessu ljóni og bamba svona skemmtilega upp. Ég bæti við “Sniff”. Svona eins og að ljónið væri búið að læðast og væri að finna lyktina af bráðinni áður en hann fær sér að borða. Fannst þetta fyndið og vonandi SG líka.

Var að taka myndir á ársfundi Landsvirkjunar sem forsetinn mætti á. Þetta er sá frægasti sem ég hef sent með Snapchat.

Var að taka myndir á ársfundi Landsvirkjunar sem forsetinn mætti á. Þetta er sá frægasti sem ég hef sent með Snapchat.

Sendi þennan orðabrandara til að prufa hvort það væri fyndið að senda kúk á milli í Snapchat. Þetta er ekki minn kúkur.

Sendi þennan orðabrandara til að prufa hvort það væri fyndið að senda kúk á milli í Snapchat. Þetta er ekki minn kúkur.

 

Posted on 1. April 2013 by Árni Torfason CONTINUE READING 2
1 2 3 304